Fyrirtæki nota ólíka miðla við að koma á framfæri upplýsingum um vörur eða þjónustu til viðskiptavina.
Sýnileiki á netinu getur skipt máli
Markaðssamskipti eru þær ólíku leiðir sem fyrirtæki nýta sér til að deila upplýsingum um vöru/þjónustu sína. Í samkeppnisumhverfi þurfa fyrirtæki að leggja mikið á sig til þess að standa fram úr/aðgreina sig frá öðrum fyrirtækjum. Til að ná því getur verið nauðsynlegt að huga að sýnileika sínum á netinu og kynna sér þá möguleika sem þar gefast, þetta eru stærstu samskiptaleiðirnar. Stafræn tækni hefur upp á að bjóða fjölbreytt verkfæri til að nálgast markhópa og til að viðhalda tengslum við viðskiptavini.
Stafræn markaðssetning
Stafræn almannatengsl: Markaðssamskipti sem ýta undir jákvæða skynjun á fyrirtækinu
- Umsagnir frá viðskiptavinum á stafrænum miðlum geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á fyrirtæki
- Þessi nýja markaðsaðferð þar sem stæfræn tækni er notuð er kölluð "stafræn markaðssetning." Hún hefur sömu áherslur og hefðbundin og þjónustumiðuð markaðssetning en stafræn markaðssetning gefur fleiri möguleika á kynningu á vörunni/þjónustunni.
- Tæknin skapar nýjan vettvang fyrir samskipti, þar á meðal almannatengsl, auglýsingar og beina markaðssetning. (direct marketing)
- Almannatengsl á netinu: hér er átt við markaðssamskipti sem ýta undir jákvæða skynjun/ímynd af fyrirtækinu. Umsagnirnar sem þú færð frá viðskiptavinum þínum á netinu (digital platforms) geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á fyrirtækið.
Á netinu gefast nýjir möguleikar til að kynna fyrirtækið okkar sem hægt er að nýta sér auk hinna hefðbundnu aðferða í markaðssetningu.
- Auglýsingar á netinu: Keyptar auglýsingar á netinu, yfirleitt bæði texti og mynd.
- Borðar, landing pages (LP’s) og popups, sem er vinsælast (yfirleitt sett á vefsíður og bloggsíður til að beina athygli notandans að vöru fyrirtækisins.
- Auglýsingar á samfélagsmiðlum: borgaðar auglýsingar eða póstar, (promote posts, post stories) er orðin vinsæl aðferð við að ná til framtíðar viðskiptavina án þess að borga mikið fyrir það.
- Smelligreiðslu auglýsingar (Pay per click (PPC)): Auglýsendur borga einungis fyrir þau skipti sem notanda smellir á auglýsingarnar. Yfirleitt er um að ræða texta með lítilli mynd. Tölfræði: 64.6% notanda smella á auglýsingar á Google þegar þeir eru að leita eftir vöru til að kaupa á netinu.
- Símaauglýsingar: Við mælum með því að allar auglýsingaherferðir séu einnig aðlagaðar að símum. Það þarf að huga að því að sniðið henti símum. Nú til dags eru fleiri sem hafa aðgang að netinu í gegnum síma en tölvu, þannig að þetta er góð fjárfesting.
- Markaðssetning á leitarvélum: Með þessari aðferð eru líkurnar á að varan þín eða fyrirtækið þitt finnist á leitarvélum auknar og birtist ofarlega með notkun leitarorða. Þegar lykilorðin hafa verið valin er aðferðin sannreynd með því að setja inn svipuð orð í leitarvél og kanna niðurstöður leitarvélarinnar.
- Leitarvélabestun: Meðal annars er hægt að nýta sér þjónustu leitarvélabestun, sem tengir leitarorð við vefsíður. Vefhönnuður setur inn texta á upphafssíðu vefsíðunnar með völdum leitarorðum á ákveðnum svipleika.
Í dag er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera sýnileg á netinu og sá sýnileiki byrjar með vefsíðu.
Merki og slagorð ættu að vera það fysta sem maður sér á upphafssíðu vefsíðunnar.
Í dag er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera sýnileg á netinu og sá sýnileiki byrjar með vefsíðu. Á vefsíðunni geta framtíðarviðskiptavinir séð hver við erum og hvað við gerum.
Bjóða ætti upp á mikilvægar og gagnlegar upplýsingar fyrir þá, sem og myndir af okkur svo að síðan verði persónulegri. Merki og slagorð ættu að vera það fysta sem maður sér á upphafssíðu vefsíðunnar.
Árangursrík vefsíða
✔ 3 atriði varðandi innihald og uppsetningu: notendaviðmót, aðgengileiki og gagnsemi
✔ Vefsíðan verður að spegla ímynd vörumerkisins- notaðu góðar og aðlaðandi ljósmyndir og myndbönd frá daglegum rekstri.
✔ Þú þarf að skilgreina vel hvaða vörur/þjónustu, skilaboð og markmið/targets þú hefur
✔ Samskiptaupplýsingar (netfang, WhatsApp, fax, heimilisfang, Skype, Facebook, YouTube o.s.frv.) og veftré (navigating menus), verða að vera aðgengileg.
✔ Mundu að sinna viðhaldi og endurnýja efni síðunnar og haltu lífi í henni svo að fólk haldi ekki að það sé ekkert um að vera hjá þér
✔ Innihaldið er grunnurinn. Allar upplýsingar verða að rýma við hlutverk og gildi vörumerkisins