SOLOPRENEUR VERKEFNIÐ
AUKIN TÆKIFÆRI TIL SJÁLFSTÆÐS REKSTURS Í DREIFÐUM BYGGÐUM EVRÓPU
Markmið SOLOPRENEUR er að þróa námsefni sem verður sérstaklega hannað til að auka starfshæfni einstaklinga, t.d. atvinnuleitanda, þeirra sem vilja breyta um starfsvettvang og þeirra sem eru að leita að nýjum tækifærum í sjálfstæðum rekstri eða frumkvöðlastarfsemi. Þessu markmiði verður náð með því að þróa viðeigandi lausnamiðað námsefni og hagnýt verkfæri, sem allt verður aðgengilegt á netinu.
HUGMYNDIN
Hugmyndin á bakvið SOLOPRENEUR er að þróa námsúrræði sem eru opin öllum (námskeið og fræðsluefni sem er öllum aðgengilegt á netinu) sérsniðin fyrir þau sem eru að leita að sinni fyrstu vinnu, eru (jafnvel tímabundið) atvinnulaus af einhverjum ástæðum (kreppa, samdráttur á vinnumarkaði, á milli starfa o.s.frv.), eru í starfi sem hentar þeim ekki ( í stöðu sem á ekki við menntunarstig) eða vilja þróa sitt eigið fyrirtæki..
SOLOPRENEUR hefur það að markmiði að stuðla að auknu aðgengi einstaklinga að vinnumarkaði ESB: hugmyndin er að skapa grundvöll til að auka sjálfstæðan rekstur einstaklinga með sér útbúnum verkfærum og úrræðum sem aðstoða við frumkvöðlastarfsemi.
NIÐURSTAÐAN...
SOLOPRENEUR var hannað með það að markmiði að efla atvinnuhæfni einstaklinga á evrópskum vinnumarkaði og auka færni þeirra með sérhönnuðum úrræðum og verkfærum. Markhópurinn eru einstaklingar sem eru í leit að sínu fyrsta starfi, eru atvinnulausir, ekki á vinnumarkaði af einhverjum ástæðum(vegna kreppu, samdráttar á vinnumarkaði, á milli starfa o.s.frv.), einstaklingars sem eru í stöðu sem á ekki við þeirra menntunarstig, eða einstaklingar sem vilja þróa sitt eigið fyrirtæki.