SOLOPRENEUR: Self-Employability in Remote Regions of Europe

Markaðssetning fyrir einyrkja


COU_2_IS  

 Title
Markaðssetning fyrir einyrkja

 Keywords
Markaðssetning, stafræn tækifæri, vefsíður, samfélagsmiðlar, netsiðir

 Author
IWS

 Languages
English

 Objectives/goals
Á þessu námskeiði munum við kynna hugtakið „markaðssamskipti“ og sérstaklega „stafræn markaðssetning“. Við munum læra hvernig stafræn tækni getur hjálpað okkur að ná markmiðum okkar í gegnum netið og hvernig á að nota samfélagsmiðla í þágu fyrirtækisins.


 Description
Þetta námskeið greinir frá helstu atriðum í markaðssamskiptum og greinir frá stafrænni tækni sem ætlað er að bæta markaðsáætlanir okkar. Við kynnum þessi atriði og útskýrum hvernig eigi að beita þeim í viðskiptum. Sömuleiðis greinum við frá tengslanetum sem myndu auka dreifingu vörunnar. Við verjum hluta kennslunnar til netsiða, sem er mál sem þarf að taka tillit til núorðið þegar við erum í samskiptum á netinu . Við teljum einnig mikilvægt að viðhalda góðu orðspori og við gefum nokkur ráð um það.

 Contents in bullet points
Hluti 1: Stafræn markaðssetning · Stafræn tækni í markaðssetningu · Hlutverk heimasíðna Hluti 2: Að mynda tengsl við framtíðar viðskiptavini með stafrænni tækni · Samfélagsmiðlar Hluti 3: Góðir netsiðir og markaðssamskipti á netinu · Góðir netsiðir · Skilmálar á samskiptamiðlum Huti 4: Að stjórna ímynd sinni og orðspori á netinu. · Stafrænt orðspor okkar


 Contents


 Markaðssetning fyrir einyrkja    

STAFRÆN MARKAÐSSETNING


  Stafræn tækni í markaðssetningu

Fyrirtæki nota ólíka miðla við að koma á framfæri upplýsingum um vörur eða þjónustu til viðskiptavina.

Sýnileiki á netinu getur skipt máli

Markaðssamskipti eru þær ólíku leiðir sem fyrirtæki nýta sér til að deila upplýsingum um vöru/þjónustu sína. Í samkeppnisumhverfi þurfa fyrirtæki að leggja mikið á sig til þess að standa fram úr/aðgreina sig frá öðrum fyrirtækjum. Til að ná því getur verið nauðsynlegt að huga að sýnileika sínum á netinu og kynna sér þá möguleika sem þar gefast, þetta eru stærstu samskiptaleiðirnar. Stafræn tækni hefur upp á að bjóða fjölbreytt verkfæri til að nálgast markhópa og til að viðhalda tengslum við viðskiptavini. 

Stafræn markaðssetning

Stafræn almannatengsl: Markaðssamskipti sem ýta undir jákvæða skynjun á fyrirtækinu

  • Umsagnir frá viðskiptavinum á stafrænum miðlum geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á fyrirtæki  
  • Þessi nýja markaðsaðferð þar sem stæfræn tækni er notuð er kölluð "stafræn markaðssetning." Hún hefur sömu áherslur og hefðbundin og þjónustumiðuð markaðssetning en stafræn markaðssetning gefur fleiri möguleika á kynningu á vörunni/þjónustunni. 
  • Tæknin skapar nýjan vettvang fyrir samskipti, þar á meðal almannatengsl, auglýsingar og beina markaðssetning. (direct marketing) 
  • Almannatengsl á netinu: hér er átt við markaðssamskipti sem ýta undir jákvæða skynjun/ímynd af fyrirtækinu. Umsagnirnar sem þú færð frá viðskiptavinum þínum á netinu (digital platforms) geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á fyrirtækið.

Á netinu gefast nýjir möguleikar til kynna fyrirtækið okkar sem hægt er nýta sér auk hinna hefðbundnu aðferða í markaðssetningu. 

  •      Auglýsingar á netinu: Keyptar auglýsingar á netinu, yfirleitt bæði texti og mynd.    
  •      Borðar, landing pages (LP’s) og popups, sem er vinsælast (yfirleitt sett á vefsíður og bloggsíður til að beina athygli notandans að vöru fyrirtækisins. 
  •      Auglýsingar á samfélagsmiðlum: borgaðar auglýsingar eða póstar, (promote posts, post stories) er orðin vinsæl aðferð við til framtíðar viðskiptavina án þess borga mikið fyrir það. 
  •      Smelligreiðslu auglýsingar (Pay per click (PPC)): Auglýsendur borga einungis fyrir þau skipti sem notanda smellir á auglýsingarnar. Yfirleitt er um að ræða texta með lítilli mynd. Tölfræði: 64.6% notanda smella á auglýsingar á Google þegar þeir eru að leita eftir vöru til að kaupa á netinu. 
  •      Símaauglýsingar: Við mælum með því allar auglýsingaherferðir séu einnig aðlagaðar símum. Það þarf huga  því  sniðið henti símum. Nú til dags eru fleiri sem hafa aðgang netinu í gegnum síma en tölvu, þannig þetta er góð fjárfesting. 
  •      Markaðssetning á leitarvélum: Með þessari aðferð eru líkurnar á að varan þín eða fyrirtækið þitt finnist á leitarvélum auknar og birtist ofarlega með notkun leitarorða. Þegar lykilorðin hafa verið valin er aðferðin sannreynd með því setja inn svipuð orð í leitarvél og kanna niðurstöður leitarvélarinnar.
  •      Leitarvélabestun: Meðal annars er hægt nýta sér þjónustu leitarvélabestun, sem tengir leitarorð við vefsíður. Vefhönnuður setur inn texta á upphafssíðu vefsíðunnar með völdum leitarorðum á ákveðnum svipleika.

Í dag er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera sýnileg á netinu og sá sýnileiki byrjar með vefsíðu.

Merki og slagorð ættu að vera það fysta sem maður sér á upphafssíðu vefsíðunnar.

Í dag er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera sýnileg á netinu og sá sýnileiki byrjar með vefsíðu. Á vefsíðunni geta framtíðarviðskiptavinir séð hver við erum og hvað við gerum. 

Bjóða ætti upp á mikilvægar og gagnlegar upplýsingar fyrir þá, sem og myndir af okkur svo síðan verði persónulegri. Merki og slagorð ættu vera það fysta sem maður sér á upphafssíðu vefsíðunnar. 

Árangursrík vefsíða

✔ 3 atriði varðandi innihald og uppsetningu: notendaviðmót, aðgengileiki og gagnsemi
✔ Vefsíðan verður að spegla ímynd vörumerkisins- notaðu góðar og aðlaðandi ljósmyndir og myndbönd frá daglegum rekstri.
✔ Þú þarf að skilgreina vel hvaða vörur/þjónustu, skilaboð og markmið/targets þú hefur
✔ Samskiptaupplýsingar (netfang, WhatsApp, fax, heimilisfang, Skype, Facebook, YouTube o.s.frv.) og veftré (navigating menus),  verða að vera aðgengileg.
✔ Mundu að sinna viðhaldi og endurnýja efni síðunnar og haltu lífi í henni svo að fólk haldi ekki að það sé ekkert um að vera hjá þér
✔ Innihaldið er grunnurinn. Allar upplýsingar verða að rýma við hlutverk og gildi vörumerkisins


AÐ SKAPA TENGSL VIÐ FRAMTÍÐAR VIÐSKIPTAVINI MEÐ STAFRÆNNI TÆKNI


  Samsfélagsmiðlar

Það er lykilatriði að vera sýnilegur á samskiptamiðlum til að koma á framfæri vörum og þjónustu.

Viljir þú nýta þér fleiri en einn vettvang samfélagsmiðla, getur þú nýtt þér HootSuite sem ókeypis samfélagsmiðlastjórntæki sem gerir þér kleift að deila sömu færslunni á marga mismunandi miðla á sama tíma

Nú á dögum er það grundvallaratriði að vera virkur á mismunandi samfélagsmiðlum til að dreifa vörum / þjónustu okkar. Þú gætir þegar verið kunnugur þeim en hvað sem því líður, kynnum við hér fyrir neðan nokkra vinsælustu samfélagsmiðlana sem þú gætir nýtt þér til að kynna fyrirtækið þitt.
Facebook: við getum búið til sérstaka Facebook prófíl með nafni fyrirtækisins til að kynna vörur okkar í gegnum myndir og lýsingar. Sé um að ræða þjónustu getum við líka sent upplýsingar eða fréttir sem tengjast henni.

Twitter: þú getur notað það sem vettvang til að deila fréttum af fyrirtækinu þínu en á beinan hátt þar sem þetta forrit leyfir aðeins 240 stafi fyrir hverja færslu. Þú getur boðið viðskiptavinum þínum að fylgja þér svo að þeir geti fylgst með fyrirtækinu.
Instagram: er með svipaða virkni og Facebook, þetta forrit hentar betur þegar við höfum vörur að bjóða þar sem það er aðallega ætlað til að deila myndum og myndböndum. Fólk getur „fylgst“ með okkur og það getur „líkað“ við myndirnar okkar svo við getum fengið hugmynd um það sem notendum okkar líkar Gakktu úr skugga um að þú notir gæðamyndir og myndbönd af daglegum athöfnum þínum í stað lager ljósmynda til að koma á framfæri áreiðanlegri skilaboðum.

Vertu virkur á samfélagsmiðlum

→ margir eyða miklum tíma þar

→ sérstaklega ungt fólk, svo ef þau eru markhópurinn, þá er næstum skylda að vera oft með nýjar færslur.

Rafrænt fréttabréf:

→ önnur leið til að viðhalda tengslum við viðskiptavini

→ til að koma á framfæri viðeigandi upplýsingum um fyrirtækið til þeirra viðskiptavina sem hafa skráð sig á póstlistann.

Við mælum með því að þú sért virkur á samfélagsmiðlum þar sem margir eyða miklum tíma þar. Ef að markhópurinn þinn er ungt fólk þá er næstum alveg skylda að deila og uppfæra reikningana þína. 

Önnur leið til að rækta samband við viðskiptavini er að senda fréttabréf. Þannig er hægt að senda fréttir og upplýsingar um fyrirtækið okkar til þeirra viðskiptavina sem hafa skráð sig á póstlistann okkar. 



GÓÐIR NETSIÐIR OG MARKAÐSSAMSKIPTI Á NETINU (SKILMÁLAR Á SAMSKIPTAMIÐLUM)


  Netsiðir

‘netiquette’ = network + etiquette

Það eru til leiðbeiningar um viðeigandi hegðun á netinu, t.d. að að virða sjónarmið annarra og að sýna kurteisi þegar þú segir skoðun þína í umræðuhópum. 

Fyrirmyndar hegðun á netinu er mikilvæg fyrir velgengni í viðskiptum. 

Orðið‘netiquette’  er samansett úr orðunum network - tengslamyndun og orðinu etiquette eða kurteisisvenjur. Það merkir þær reglur sem gilda um viðeigandi hegðun á netinu, t.d. að að virða sjónarmið annarra og að sýna kurteisi þegar þú segir skoðun þína í umræðuhópum. 

Fyrirmyndar hegðun á netinu er mikilvæg fyrir velgengni í viðskiptum. Þar sem sýnileiki okkar á netinu er mjög mikilvægur eins og komið hefur fram þá skiptir hvert smáatriði máli. 



  Skilmálar á samfélagsmiðlum

Ef að við sýnum slæma hegðun, missum við trúverðugleika og viðskiptavini. 

Skilmálar á samféalgsmiðlum eru gerðir til að búa til siðareglur → viðmiðunarreglur fyrir starfsmenn sem setja efni á netið annað hvort sem hluta að vinnu sinn eða í sínu persónulega lífi.

Eins og áður hefur komið fram þá skipta samfélagsmiðlar miklu máli nú til dags fyrir árangur fyrirtækja. Ef að við sýnum ranga hegðun/óviðeigandi hegðun, missum við trúverðugleika og þar með viðskiptavini. Þar sem samfélagsmiðlar eru mjög vinsælir hefur verið gripið til þess ráðs að búa til skilmála á samfélagsmiðlum sem innihalda siðareglur sem gefa starfsmönnum viðmiðunarreglur til að fylgja þegar þeir pósta á samfélagsmiðlum hvort sem það er í hluti af vinnu þeirra eða persónuleg notkun. 

Sem einyrki þarftu ekki að semja þína eigin samfélagsmiðlastefnu en hérna eru nokkur atriði til að hafa í huga:

Forðastu tjá persónulegar skoðanir þínar: Forðastu að lýsa áliti þínu á umfjöllunarefni eins og stjórnmál, trú eða nokkuð fréttaefni sem gæti verið eldfimt. Vertu hlutlaus og slepptu því að dæma aðra. 

Haltu þinn: Sýndu alltaf virðingu við þá sem hafa samskipti við þig í gegnum þann vettvang sem þú hefur og á vegginn þinn. Vertu þolinmóður og ekki svara með ókurteisi jafnvel þó að hin manneskjan hafi ekki sýnt mannasiði. 

Vandaðu stafsetninguna:  fylgdu reglum um beygingar og forðastu stafsetningarvillur sem gefa slæma mynd af starfsemi þinni og fær fólk til að taka þig ekki alvarlega. 

Hafðu skýr skil milli persónulegrar notkunar og fagmannlegrar notkunar í þágu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum: það gefur betri ímynd og betra orðspor. 

 


AÐ STJÓRNA ÍMYND SINNI OG ORÐSPORI Á NETINU


  Stafrænt orðspor okkar

Hegðaðu þér vel: gáðu orðspori þín á samfélagsmiðlum

Sýndu góða framkomu á öllum samfélagsmiðlunum þínum: í vinnunni og persónulegum - Netið gleymir engu

LinkedIn (samfélagsmiðill fyrir fagfólk)

  •       Deildu árangri í starfi og ferilskrá 
  •       Bættu orðspor þitt í faginu 
  •       Deildu greinum sem tengjast sviði þínu og viðskiptum  → viðskiptavinir sjá að þú fylgist með!

Allir samfélagsmiðlar hafa upplýsingar um öryggi reikninga. Ef þú ert að nota reikning fyrir starfsemi þína þá mælum við því að hafa stillingarnar þannig að allir geti haft samband við þig. Hinsvegar skaltu hafa persónulega reikninga stillta þannig að þú hafir fulla stjórn á því hver fylgir þér eða verður vinur þinn.

 

Til að bæta orðspor þitt þá  skaltu vera með reikning á LinkedIn sem er samfélagsmiðill fyrir fagfólk þar sem hægt er að deila árangri í starfi og ferilskrá. Við getum einnig deilt greinum og fréttum sem tengjast starfsemi okkar svo að fólk sjái að við fylgjumst með í faginu, 

 


 Results

• Stafræn markaðssetning hefur áhrif á sömu þætti hefðbundinnar markaðssetningar og þjónustumarkaðssetningar. Samt sem áður býður hinn stafræni heimur upp á fleiri tækifæri til vörukynninga. Þökk sé stafrænni tækni, eru nýjar leiðir til að eiga í samskiptum við viðskiptavini. • Við getum ekki rekið fyrirtæki ef við höfum enga viðveru á internetinu og þessi viðvera byrjar í gegnum vefsíðu. Það verður helsti vettvangur okkar; staðurinn þar sem hugsanlegir viðskiptavinir okkar geta séð hver við erum og hvað við gerum. Við verðum að miðla mikilvægum og gagnlegum upplýsingum fyrir mögulega viðskiptavini okkar sem og ljósmynd af okkur sjálfum til að gera nálgunina persónulegri. • Núorðið er grundvallaratriði að vera á mörgum tegundum samfélagsmiðla. Við kynnum hér að neðan nokkrar vinsælar leiðir. • Netsiðir (netiquette) eru siðareglur skilgreindar sem settar reglur um viðeigandi hegðun á netinu, sem virðir skoðanir annarra notenda og sýna kurteisi þegar þú setur álit þitt á umræðuhópa. Að hafa framúrskarandi hegðun á netinu er nauðsynleg ef við viljum ná árangri í viðskiptum okkar. • Vegna vinsælda samfélagsmiðla hafa stefnur á samfélagsmiðlum verið hannaðar til að koma á siðareglum sem veita leiðbeiningar fyrir þá starfsmenn sem birta efni á Netinu. • Auk þess að viðhalda góðum samskiptaháttum er einnig mikilvægt að huga að okkar persónulega aðgangi á tilteknum samfélagsmiðlum. Jafnvel þó að þessi persónulegi aðgangur sé óskildur markaðssetningunni sjálfri, er gott að skoða hvernig við komum fyrir á samfélagsmiðlum.

 Bibliography


 Training Fiche PPT:
256_2.solopreneur_markaethssetningfyrireinyrkja(iws).pptx

Consortium

Open it
Maptic
Radio Ecca
HAC
IHF
Internet Web Solutions
IDP


Get in touch



This project has been funded with support from the European Commission. This web site and its contents reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Erasmus Plus