SOLOPRENEUR KORTLAGNING
SOLOPRENEUR er ætlað að svara kröfu vinnumarkaðsins um ákveðna hæfni og þekkingu sem krafist er af starfsfólki. Sérstök áhersla er á að aðstoða og efla einstaklinga sem búa í dreifðari byggðum í að skapa sér sína eigin atvinnu, því þessi hópur á oft erfiðara með að komast inn á vinnumarkað vegna búsetu.
Í IO2 munu samstarfsaðilar kortleggja þá hæfni og færni sem nauðsynleg er til að verða frumkvöðull. Auk þess að þróa skilvirkar lausnir í þjálfun munu samstarfsaðilar einnig greina og velja milli núverandi verkfæra/ úrræði / lausna sem auðvelda að stuðla að sjálfstæðum rekstri.
Í kortlagningu verkefnisins verður leitast við að skilgreina þá hæfni og færni sem nauðsynlegt er að búa yfir til að verða frumkvöðull og finna hvaða námsefni og þjálfunaraðferðir henta til að byggja upp þá færni.
Inngangur
Á tímabili hagvaxtar í Evrópu, fyrir árið 2008, hafði evrópski vinnumarkaðurinn náð að aðlaga sig að nýjum aðstæðum sökum innri og ytri sveiganleika hans.
Fyrir efnahagskreppuna náðu mörg ríki að draga úr almennu atvinnuleysi nema innan brothættra hópa á vinnumarkaði. Eftir kreppuna fór þó atvinnuleysi aftur upp á við, konur og ómenntaðir fundu verulega fyrir áhrifum aukningarinnar.
Í suður- og austurhluta Evrópu mælist atvinnuleysi innan sumra greina hærra en 30%, mun meira en nokkurntíma í norðurhluta álfunnar.
Hlutfall sjálfstætt starfandi í á vinnumarkaði í Evrópu er 15% en náði það hlutfall hámarki árið 2004. Margir sjálfstætt starfandi flokkast sem einyrkjafrumkvöðlar og fleiri en 60% af þeim fóru út í einyrkjafrumkvöðlastarfsemi af eigin frumkvæði og eru með háskólapróf. Þeir sem starfa í landbúnaði og í fólks- og vöruflutningum þurfa margir að skapa sér sín eigin tæifæri.
Í Framkvæmdaráætlun frumkvöðlastarfs 2020 (Entrepreneurship 2020 Action Plan-Reigniting Entrepreneurial Spirit in EU) skilgreinir framkvæmdarstjórn ESB þrjú svið sem setja þarf kraft í til þess að styðja við frumkvöðlastarfsemi:
• Auka framboð fræðslu og þjálfunar
• Fjarlægja stjórnsýsluhindranir og auka stuðing
• Endurreisa frumkvöðlastarfs menningu innan Evrópu og hlúa að nýrri kynslóð frumkvöðla
Allar ríkisstjórnir ESB ríkjanna reyna að hafa regluverk í kringum sjálfstæðan rekstur einfalt til að hvetja til nýsköpunar og útflutnings. Einnig reyna þær að stuðla að aukinni hæfni í takt við Framkvæmdaráætlun frumkvöðlastarfs 2020. Í Frakklandi hefur atvinnuleysi verið að aukast síðastliðin tíu ár en staðan hefur ögn skánað nýverið. Hlutfall sjálfstætt starfandi á Íslandi hefur lítið breyst síðastliðin ár en litlum fyrirtækjum hefur fjölgað. Ríkisstjórn Íslands stefnir að því að þjóðin verði ein af 10 samkeppnishæfustu þjóðum heims árið 2020.
Hagkerfi Frakklands, Íslands, Ítalíu, Kýpur og Spánar byggja á litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem hlutfall þeirra eru um og yfir 95% af fyrirtækjum í löndunum. Þau fyrirtæki fundu mikið fyrir efnahagskreppunni. Skortur er á fræðsluúrræðum og vissri hæfni vinnuaflsins í löndunum fimm.
Ríkisstjórnir og stofnanir hafa verkfærin til að skapa jákvætt umhverfi frumkvöðlastarfs en enn eru hindranir í vegi einyrkjafrumkvöðla og þurfa þeir að kalla á breytingar.
Sjálfstæðum reksti fylgir alltaf einhver áhætta og getur samningsumgjörðin verið ófullnægjandi sem og umhverfi almannatrygginga. Oft leiðist fólk út í sjálfstæðan rekstur þegar atvinnuleysi er hátt og leitar þá fólk atvinnutækifæra í sínu nærumhverfi og býr sér til sín eigin tækifæri. Eftir lægð í fjölda sjálfstætt starfandi fer þeim fjölgandi og sérstaklega í hópi miðaldra og eldri einstaklinga. Nýleg opinber stefnumörkun og hvatar stuðla að bættu og einfölduðu umhverfi einyrkjafrumkvöðla.
Staða einyrkjastarfsemi í samstarfslöndunum
Þróun frumkvöðlahæfni meðal Evrópubúa og stofnanna hefur verið megin markmið ESB og aðildaríkja í mörg ár og er ein af skilgreindri lykilhæfni í símenntunarstefnu ESB.
Í hverju landi fyrir sig er að finna staðbundnar stefnur varðandi starfsmannaþjálfun og þróun lítilla fyrirtækja. Þrátt fyrir að frumkvöðlastarfsemi sé mikil er hún þó umfangsminni en áætlað var og skapar fá störf. Samt sem áður hefur áhugi fyrir frumkvöðla- og einyrkjastarfsemi vaxið undanfarin ár í samstarfslöndunum en þó mest í Frakklandi.
Með þróun reglugerða og ramma á vinnumarkaði hefur hinn hefðbundi vinnumarkaður og frumkvöðlastarfsemi orðið samtvinnaðri en áður. Hlutfall atvinnulausra í Martinique er hátt og þá sérstaklega meðal yngra fólks. Tækifæri þeirra liggja í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Talið er 12% þeirra sem eru atvinnulausir í Martinique munu aldrei fara aftur út á vinnumarkaðinn.
Ríkisstjórnum er skylt að styðja við nýsköpun með reglugerðum og fjárstuðningi. Myndast hefur gjá milli reglugerða og fjármagnsstuðnings við frumkvöðla, einnig hefur verið skortur á fjármögnunarmöguleikum.
Öll samstarfslöndin eiga það sameiginlegt að unga fólkið sýni frumkvöðlastarfi áhuga og einnig hefur áhugi miðaldra og eldra fólks aukist og þá sérstakleg á Spáni. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa farið fram á lægri skattbyrði til að standa undir rekstrinum. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa undir meira en helming af landsframleiðslu í samstarfslöndunum.
Umhverfi einyrkja í samvinnu löndunum
Efnahags og framfarastofnunin OECD er lykilaðili í alþjóðlegri stefnumótun regluverks einyrkjafrumkvöðlastarfs á heimsvísu. Mikilvægt er auðvelda framgang frumkvöðlaþróunar og greiða leið atvinnulausra og þá sérstaklega atvinnlausra kvenna að frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Í öllum samstarfslöndunum er að finna þjálfun og stuðning fyrir einyrkjafrumkvöðla en skortur er á fjármögnunar tækifærum og umhverfið flókið.
Niðurstöður
ET 2020 (Framework for European cooperation in education and training ) fylgir fjórum sameiginlegum markmiðum ESB:
• Efla símenntun og flæði innan vinnumarkaðar
• Auka gæði og skilvirkni menntunar og fræðslu
• Stuðla að jafnræði, samfélagi fyrir alla og þátttöku allra í samfélaginu
• Auka sköpunargáfu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á öllum skólastigum
Frumkvöðlahæfni er lykileiginleiki í símenntun og vísar til getu einstaklings til að skapa virði úr hugmyndum og tækifærum.
Í samstarfslöndunum þarf að auka möguleika einyrkjafrumkvöðla til þjálfunar og menntunar með núverandi úrræðum og fræðsluvettvangi Solopreneur.
Sameiginleg þörf er fyrir jákvætt viðhorf gagnvart einyrkjafrumkvöðlum og því að gera einyrkjavettvanginn eftirsóknarverðan. Með klösum og samstarfsvettvangi einyrkja er staða þeirra sterkari gagnvart stærri fyrirtækjum.