SOLOPRENEUR Þjálfun

Nicky




 Lykilorð:

Sjálfstætt starfandi , einyrki, frumkvöðull


 Lýsing:

Nicky setti nýverið á fót rakarastofu með viðskiptafélaga sínum Sam. Þeir höfðu mikla reynslu af rekstri hárgreiðslustofa og þegar þeir uppgötvuðu að þeir áttu sameiginlega draum um framtíðina ákváðu þeir að stofna eigið fyrirtæki, rakarastofu í Wales.
Í byrjun fannst þeim erfiðast að vera þolinmóðir en eftir um 6 mánuði byrjuðu hlutirnir að gerast og þegar þeir höfðu fengið fyrstu heimsóknina frá endurskoðanda sínum sáu þeir að þeir stóðu sig vel og að þeir gæti haldið áfram með verkefnið.
Núna eru þeir búnir að ráða fleira starfsfólk og eru búnir að opna aðra rakarastofu.

Kostir þess að vera sjálfstætt starfandi telja þeir að sé frelsið til að taka eigin ákvarðanir, fara í frí þegar þeir vilja og þess háttar. Þeim finnst þeir líka vera minna stressaðir því þeir eru sínir eigin yfirmenn.

Í viðtali á vefnum www.careerswales.com gefur Nicky ráð til þeirra sem vilja verða sjálfstætt starfandi frumkvöðlar: „Ef þú hefur ástríðu fyrir vinnunni þinni og ef þú ert góður í því sem þú gerir, láttu slag standa. Það versta sem getur gerst er að þú verðir aftur launþegi. Allur rekstur er erfiður í byrjun, það er líklegt að þú munir tapa fé, en þú verður bara að láta slaga standa. Settu þér markmið og byrjaðu að vinna að þeim, taktu einn dag í einu. Ég myndi aldrei vilja vinna fyrir einhvern annan eftir að hafa upplifað að hafa náð þessum árangri sjálfur.

Vefsíðan www.careerswales.com bíður upp á hjálpleg ráð og verkfæri fyrir sjálfstætt starfandi. Þar er bent á þá færni sem er nauðsynleg til að verða sjálfstætt starfandi, hvaða mismundandi rekstrarform eru möguleg og hvað gerir rekstur farsælan.

Hlekkur á heimild:
https://www.careerswales.com/en/tools-and-resources/job-information/employment/