SOLOPRENEUR Þjálfun

Sælusápur




 Lykilorð:

Einyrkjar, frumkvöðlastarf, nýsköpun


 Lýsing:

Sælusápur er sápuframleiðandi sem framleiðir einstakar, handgerðar sápur og nýta til þess staðbundin hráefni s.s. tólg, villtar jurtir, leir úr jökli og kindamjólk frá sínum eigin ám.
Sælusápur er staðsett í Kelduhverfi á Norðausturlandi sem er hefðbundið landbúnanaðarsvæði. Sveitin er víðfeðm en nokkuð einangruð þar sem ekki eru mörg atvinnutækifæri.
Sælusápur voru upphaflega framleiddar á bóndabænum sem aukaafurð úr hráefni af svæðinu. Framleiðsluaðferðirnar byggja á gamalli hefð og grunn uppskriftin kemur frá ömmu eigandans. Hugmyndin um að stofna fyrirtækið kviknaði þegar eigandinn tók þátt í nýsköpunarnámskeiði fyrir frumkvöðla sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt á Norðausturlandi árið 2008 í erfiðu efnahagsástandi þess tíma. Hugmyndin fékk verðlaun í lok námskeiðsins sem var auka hvatning fyrir eigandann.
Sauðfjárrækt hefur verið einn af grunnatvinnuvegum á Íslandi frá landnámi. Í gegnum tíðina hafa Íslendingar nýtt næstum allt sem mögulegt var að nýta af sauðkindinni, s.s. ull, kjöt, bein og tólg bæði til eigin neyslu og til að selja öðrum.
Sælusápur eru handgerðar, engar vélar eru notaðar við framleiðsluna. Sælusápur eru kaldpressaðar sápur, innihalda einungis fimm innihaldsefni sem eru flest fengin úr nærumhverfinu og sjötta innihaldsefnið er aukaafurð á bænum, tólg. Á sumrin er íslenskum jurtum safnað og meðal annarra innihaldsefna úr nærumhverfinu má nefna kúamjólk, kindamjólk, geitatólg og leir úr Jökulsá á fjöllum. Sælusápur framleiða einnig varasalva, kerti og soja vax til að auka framboðið hjá fyrirtækinu.
Árið 2016 fékk fyrirtækið verðlaun/viðurkenningu frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga fyrir frumkvöðlastarf og vandaða uppbyggingu framleiðslufyrirtækis sem eykur verðmæti hráefna af svæðinu.

Hlekkur á heimild:
http://www.saelusapur.is/