SOLOPRENEUR FORMATION
Einyrkjar, frumkvöðlar, nýsköpun
Description:
GROW RUP er evrópskt verkefni sem tengir fimm svæði á útjöðrum Evrópusambandsins. Grow RUP styður við stofnun og uppbyggingu frumkvöðlafyrirtækja í grænum rekstri, með sérstaka áherslu á fólk sem hefur verið lengi án atvinnu á svæðinu.
Svæðin, á útjöðrum Evrópusambandsins, mæta ýmsum erfiðleikum sökum staðsetningar sinnar. Þar má nefna atriði sem hafa verið hindranir í þróun þeirra eins og einangrun, fjarlægðir, fólksfæð og loftslag. Þar að auki hefur efnahagskreppan sem Evrópa gekk í gegnum nýverið enn frekar stofnað efnahagslegri þróun svæðanna í hættu.
GROW RUP vinnur að markmiðum sínum á eftirfarandi hátt :
1. Eykur samkeppnishæfni og styður við frumkvöðlastarfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og beinir sjónum þeirra að fólki sem hefur verið lengi án atvinnu á svæðinu.
2. Styður við vöxt grænnar starfsemi til þess að styrkja efnahagslíf sem er sjálfbærara og stuðlar að hagkvæmri notkun á auðlindum.
Verkefnið mun tengja saman stofnanir samstarfsaðilana og viðkomandi hagsmunaaðila og leyfa þeim að deila reynslu sinni og hugmyndum sín á milli og finna þannig lausnir til að bæta aðferðir sínar heimavið.
Lykilatriði í verkefninu eru heimsóknir á svæðin, þar sem samstarfsaðilar deila stefnu sinni og reynslu af sérstökum umfjöllunarefnum og vinna hugmyndavinnu með fulltrúum stjórnvalda og hagsmunaaðilum til að finna dæmi um bestu starfshætti.
Eftir heimsóknirnar skipuleggja samstarfsaðilarnir vinnustofur fyrir starfsfólk sitt og hagsmunaaðila í nærumhverfinu til að kynna niðurstöður. Þar á meðal dæmi um bestu starfshætti og þróa leiðbeiningar um hvernig má setja upp verkáætlanir.
GROW RUP verkefnið fer fram 2017-2019 og í lokin er niðurstöðum safnað saman, þau greind og tekin saman í verkefnisáætlanir fyrir svæðin og unnin samantekt af niðurstöðum verkefnisins.
Á tímabilinu 2019-2021 mun vinnan þróast úr námshluta yfir í framkvæmdarhluta verkefnisins. Verkefnisáætlunum svæðanna verður hrint í framkvæmd og fylgst verður með framvindu þeirra af nákvæmni. Ráðleggingar og niðurstöður verkefnisins verða kynntar á öðrum dreifbýlum svæðum á ystu mörkum Evrópusambandsins til að veita þeim tækifæri til að nýta sér þær.
https://www.interregeurope.eu/growrup/