Um stofnunina

TIL BAKA


Um stofnunina

Þekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er stofnunin miðstöð rannsókna og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.

Meiri upplýsingar