SOLOPRENEUR: Self-Employability in Remote Regions of Europe

Frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu


COU_12_IS  

 Title
Frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu

 Keywords


 Author
HAC

 Languages
English

 Objectives/goals
Sjálfbær ferðaþjónusta, í virðingu við náttúruna, dregur úr neikvæðum áhrifum ferðaþjónustunnar um leið og hún eykur verulega jákvæð áhrif hennar. „Að tryggja heilbrigt líf og stuðla að vellíðan fyrir alla á öllum aldri“ er sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna sem ferðamennska getur lagt sitt af mörkunum til.


 Contents


 Frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu

Veðjaðu á umhverfisvæna ferðaþjónustu!


  Markmið

Í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður ferðaþjónusta, sem drifkraftur staðbundinnar þróunar um heim allan, að innleiða hið hringlaga hagkerfi þar sem öll hráefni eru endurunnin.

 

Sjálfbær ferðaþjónusta, í virðingu við náttúruna, dregur úr neikvæðum áhrifum ferðaþjónustunnar um leið og hún eykur verulega jákvæð áhrif hennar.

 

 

 

 

„Að tryggja heilbrigt líf og stuðla vellíðan fyrir alla á öllum aldri“ er  sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna sem ferðamennska getur lagt sitt af mörkunum til.  Hvers vegna vistvæn ferðaþjónusta (ecotourism)?

„Nýsköpun og sjálfbærni er hið nýja norm!“

(World Tourism Organization-UNWTO)  Hvað er vistvæn ferðaþjónusta?

Samkvæmt Alþjóða ferðamálastofnuninni (ITO) er um að ræða tegund náttúrutengdrar ferðaþjónustu þar sem helsti hvati ferðamanna er náttúruupplifun í sátt við umhverfi og staðbundna menning.


  Munurinn á „Ecotourism“ og „Sustainable Tourism“

Vistvæn ferðaþjónusta  (ecotourism)

 

•Á sér stað í náttúrulegu umhverfi
•Er tegund „sjálfbærrar ferðaþjónustu“
•Er sérhæfð og ætluð fyrir tiltekinn hóp ferðamanna
•Leitast við að lágmarka umhvefisáhrif niður í nánast engin
•Hefur jákvæð efnahagsáhrif á nærsamfélag sitt með nýsköpun í ferðaþjónustu
 

Sjálfbær ferðaþjónusta (sustainable tourism)

 

•Nær yfir þéttbýli og dreifbýli
•Er angi af sjálfbærri þróun
•Getur átt við um alla sem stunda ferðaþjónustu
•Getur haft áhrif á nærumhverfið, einkum til lengri tíma
•Eykur bæði velsæld nærsamfélagsins og ferðaþjónustu í heild sinni
•Beitir sér fyrir nýsköpun og nýjum áfangastöðum 
 
 


  Kostir

Leggur upp úr samstarfi og ágóða fyrir nærsamfélagið
Leitast við að vernda menningarverðmæti
Hefur lágmarksáhrif á umhverfið
Skapar efnahagslegan ábata og störf fyrir heimamenn
Bætir ímynd iðnaðarsvæða
 
 


  Þróunin

Vistvæn ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Æ fleiri kjósa, umfram allt annað, að ferðast til áfangastaða sem leggja upp úr vistvænni ferðaþjónustu og er því mikil gerjun í bransanum.

Allar tegundir ferðaþjónustu sem tengjast upplifunum í náttúrunni munu vaxa gífurlega á næstu árum.  Vistvæn afþreying

⮚Fuglaskoðun
⮚Hvalaskoðun
⮚Norðurljós
⮚Köfun
⮚Blóma- og plöntuathuganir
⮚Náttúruljósmyndun
⮚Þjóðháttafræðsla
⮚Heimsóknir á sveitabæi