SOLOPRENEUR: Self-Employability in Remote Regions of Europe

Viðskiptamódel og áætlanagerð


COU_8_IS  

 Title
Viðskiptamódel og áætlanagerð

 Keywords
Viðskipti, módel, viðskiptamódel, áætlanagerð, vörur, þjónusta, fyrirtæki

 Author
IDP

 Languages
English

 Objectives/goals
Þessi námskeiðshluti tekur til eftirfarandi: · Að þróa viðskiptamódel · Að búa til skilvirka viðskiptaáætlun fyrir hverja rekstrareiningu · Að ná utan um gögn sem mynda fjárhagsáætlun · Að framkvæma "SWOT" greiningu


 Description
Þessi eining greinir gagnleg verkfæri fyrir "solopreneur": - Viðskiptamódel - Viðskiptaáætlun - Fjárhagsáætlun - SWOT greining Viðskiptamódelið skiptist í níu hluta og greinir kostnað og tekjur, miðað við skammtíma- og langtímahorfur. Til að skrifa niður árangursríka viðskiptaáætlun fer þessi námskeiðshluti yfir helstu kröfur, í eftirfarandi röð: Yfirlit yfir fyrirtæki, samantekt á fyrirtækjum, vöru / þjónustulýsing, markaðsgreining, framkvæmd stefnu, yfirlit stjórnenda, fjárhagsupplýsingar. Þá er fjallað um efni fjárhagsskipulags, sem er gagnlegt til að stjórna vali á fjárfestingum sem endurspegla markmið fjárfestisins. Að lokum eru fjórar breytur "SWOT" greiningarinnar (styrkleikar, veikleikar, tækifæri, ógnir) en þær eru gagnlegar til að meta mögulega styrkleika og veikleika væntanlegrar auglýsingaherferðar, fyrirhugaðrar umfjöllunar, eða jafnvel hvort fyrirtæki þitt eigi erindi á vörusýningu eða iðnþing.

 Contents in bullet points
Hluti 1 - Þróun viðskiptalíkana og tillögur Hluti 2 - Árangursrík viðskiptaáætlun Hluti 3 - Fjárhagsáætlun Hluti 4 - SWOT greining


 Contents


 Viðskiptamódel og áætlanagerð

ÞRÓUN VIÐSKIPTALÍKANA OG TILLÖGUR


  Viðskiptamódel

• Lykilþáttur í hverju viðskiptamódeli er virðið sem er verið að búa til
• Virði er mismunurinn af ávinningi viðskiptavinar og þeim kostnaði sem hann greiðir.
• Gerð viðskiptamódels er eins og að uppfæra stýrikerfi tölvu. Það er aðgerð sem við förum í þegar:
 
o Nýjar ógnanir eru í umhverfinu (nýir keppinautar t.d. ) birtast
o Nýjar þarfir koma upp sem kalla á annarskonar þjónustu  (mögulega nýir viðskiptavinir)
o Kerfið er yfirkeyrt og aðgerðir eru hægar og flæða ekki eðlilega áfram (minni hagnaður, minna svigrúm)


  Þættir viðskiptamódels



  Viðskiptaáætlun eða viðskiptamódel

Viðskiptaáætlun eða viðskiptamódel
 


ÁRANGURSRÍK VIÐSKIPTAÁÆTLUN


  Hvað inniheldur viðskiptaáætlun?

Ef þú ert með viðskiptahugmynd þá þarftu að gera viðskiptaáætlun

Við gerð viðskiptaáætlunar þarftu að hafa þessar spurningar í huga:

• Hver eru aðal einkenni og styrkleikar viðskiptahugmyndar þinnar?
• Hvað vöru/þjónustu munt þú bjóða uppá?
• Hverjir eru líklegir viðskiptavinir?
• Hversu stórum hlut af markaðnum munt þú ná?
• Hver verður ársveltan?
• Hverjir eru samkeppnisaðilar þínir?
• Hvaða dreifileiðir hefur þú og hvaða leiðir hefur þú til kynningar/markaðssetningar?
• Hvaða persónulegu, tæknilegu og fjárhagslegu styrkleika hefur þú?
• Hvaða væntingar hefur þú um gróða?


  Þættir viðskiptaáætlunar

Viðskiptaáætlun er skipt niður í þætti

• Samantekt
• Yfirlit yfir fyrirtækið 
• Lýsing á vöru/þjónustu
• Markaðsgreining
• Innleiðing stefnumörkunar
• Yfirlit yfir stjórnun fyrirtækisins
• Fjármálaupplýsingar
 

1. Samantekt

• Vel unnin og vandaður kafli sem gefur skýra og ítarlega mynd af viðskiptaáætlun þinni.
• Samantektin er kynning á viðskiptahugmynd þinni fyrir fjárfesta
• Útskýrðu hver þú og fyrirtækið þitt eruð og tryggðu að þú hljómir trúverðugur og hæfur til að reka fyrirtækið.

 

2. Kynning á fyrirtækinu þínu:

• Markmiðslýsing (mission Statement) → Af hverju þú vilt búa til þennan rekstur og hver eru gildin sem þú starfar eftir.
• Markmið þín fyrir fyrirtækið→ Amk 3 skammtíma og 3 langtíma markmið
• Markaðurinn þinn
• Rekstrarform fyrirtækisins → Kynntu þér ólík rekstrarform fyrirtækja
 

3. Lýsing á vöru/þjónustu

Í þessum kafla er skilgreint:

• Í hvaða atvinnugrein þú starfar ( smásölu, framleiðslu, þjónustu…)
• Í smáatriðum, hvað einkennir vöruna/þjónustuna og gerir hana einstaka, hvaða þörf/vöntun mun hún svara.
 

4. Greining á markaðnum

Gerðu ítarlega markaðsrannsókn og skoðaðu m.a.:

• Hagfræðileg gögn:  Hver er heildarstærð á markaðnum?
• Til hversu margra í markhópnum þínum getur þú náð til?
• Vaxtarmöguleiki: Stærð markaðar og aðrar útfærslur
• Vara/þjónusta:  Mikilvægustu þættir og kostir 
• Viðskiptavinir:  Hverjir eru hugsanlegir viðskiptavinir?
• Samkeppnisaðilar: Hverjir er samkeppnisaðilar þínir? Vertu nákvæmur
 

5. Innleiðing stefnumörkunar

 Til að vinna að stefnumörkun þarftu að ákveða eftirfarandi:

• Verð: Hvað er söluverð á vörunni/þjónustunni þinni? Hver er framleiðslukostnaður á vörunni/þjónustunni? Hvað kostar hver hluti? Hver er sendingarkostnaður? Umbúðir? Hver er annar kostnaður?
• Staðsetning: Hvar ætlar þú að reka fyrirtækið þitt? Hvernig munu viðskiptavinir þínir hafa samaband við þig? 
• Markaðsmál: Hvernig ætlar þú að kynna vöruna/þjónustuna? Hver er samskiptaáætlun þín? (communication strategy)

 

6. Yfirlit yfir stjórnun fyrirtækisins

7. Fjárhagsupplýsingar

Nú þegar búið er að skilgreina fyrrnefndar breytur ertu tilbúinn til að setja inn fjármagshlið fyrirtækisins, einkum:

• Kostnað vegna rekstrarvörubirgða
• Framleiðslukostnaður á hverja einingu
• Áætluð sala á mánuði
• Meðaltal á rekstrarkostnaði á mánuði
• Áætluð innkoma á mánuði/ári
• Stofnkostnaður
• Fjárhagsáætlun


FJÁRHAGSÁÆTLUN


  Fjárhagsáætlanir

Fyrirtæki þurfa alltaf að sýna starfsemi sína með fjárhagsgögnum sem eru nýtt til innra eða ytra starfs. Þessi gögn eru fjórþætt og úr þeim er hægt að vinna frekari greiningar á rekstrinum.

1) Efnahagsreikningur

Mynd af eignum fyrirtækisins og sjóðum þess. Þetta er skjal afmarkast við ákveðna tímapunkta; enda mánuðar, árshluta, árs osfrv. Efnahagsreikningurinn sýnir hvað fyrirtækið á og hvað það skuldar á þeim tímapunkti.

2) Rekstrarreikningur (Gróði og tap/Innkoma- kostnaður)

Sýnir gróða og tap frá allri starfsemi yfir ákveðinn tíma. Þetta yfirlit sýnir fyrst allar tekjur sem fyrirtækið hefur af hefðbundnum rekstri, síðan kemur yfirlit yfir öll gjöld sem tengjast rekstrinum og í lokin er niðustaða úr rekstrinum fyrir tímabilið þ.e. hagnaður eða tap.

Rekstrarreikningurinn sýnir stöðu fyrirtækisins yfir tíma (mánuð, árshluta, ár) með þvíi að bera saman innkomu og útgjöld.

3) Sjóðstreymisyfirlit

Sjóðstreymi fyrirtækis lýsir raunverulegu flæði fjármagns í rekstri og handbæru fé. Sjóðsteymisyfirlit sýnir einnig hvort þörf sé á viðbótarfjármögnun.

4) Stofnkostnaður

Þetta er mikilvægur hluti af viðskiptaáætlun nýrra fyrirtækja. Þetta inniheldur allan kostnað við að koma fyrirtæki af stað, þróa það og reka.

Mikilvægt að hafa í huga:

• Í hvers konar starfsemi ert þú? Sum starfsemi kallar á minna fjármagn en önnur.

• Hversu miklu stofnfjármagni er þörf á? Hvaða kostnaður er nauðsynlegur og hver er valkvæmur?
• Auðveldasta leiðin til að reikna út stofnkostanð er að nota skjal sem sýnir bæði einstaka kostnaðaliði og kostnað sem er endurtekinn.


SVÓT GREINING


  SVÓT greining

• SVÓT greining eru notuð  til að greina skipulag kerfis til að ákveða hversu vel fyrirtækið er að vinna í samræmi við vaxtamöguleika og árangursviðmið.
• Það er hægt nota greininguna fyrir allt fyrirtækið/stofnun eða einstök verkefni.

Þetta er aðferð til að skilgreina og finna veikleika, styrkleika, tækifæri og ógnanir

• Ítarleg SVÓT greining gefur tækifæri til að fá betri innsýn inn í starfsemi fyrirtækisins þíns
• Það er hægt að nota þessa aðferð fyrir ólík, afmörkuð verkefni, ekki einungis til að fá yfirsýn yfir starfsemina. 
• Það er t.d. hægt að nota SVÓT greiningu til að meta mögulega styrkleika og veikleika markaðsherferðar, nýrrar vörulínu eða hvort fyrirtækið þitt eigi að fara á sýningu innan greinarinnar eða viðburð. 

Hvað stendur í vegi fyri þínu fyrirtæki eða verkefni?

 

 



 Results

Viðskiptamódel: Vettvangur til að lýsa hugmyndum, tilgangi og helstu þáttum verkefnis Níu hlutar viðskiptamódela: · Markhópar/ Viðskiptavinir · Virði · Dreifileiðir/Vettvangar · Viðskiptatengsl · Tekjuflæði · Lykilauðlindir · Lykilstarfsemi · Lykilsamstarf · Kostnaðaruppbygging Viðskiptaáætlun vs viðskiptamódel · Formlegar kröfur um viðskiptaáætlun · Hlutar viðskiptaáætlunar · Yfirlit yfir stjórnendur · Yfirlit fyrirtækisins · Vara / þjónustulýsing · Markaðsgreining · Aðgerðaframkvæmdir · Yfirlit stjórnenda Fjárhagsupplýsingar í fjórum liðum · Efnahagsreikningur · Rekstrarreikningur / tap og tekjur · Sjóðstreymisyfirlit · Stofnkostnaður SWOT greining til að ákvarða hversu náið fyrirtæki er í takt við tekjumarkmið og árangursviðmið SWOT greining · Styrkur · Veikleikar · Tækifæri · Ógnir

 Bibliography


 Training Fiche PPT:
262_8.isl.solopreneurshipbusinessmodellingampplanning(idp).pptx

Consortium

Open it
Maptic
Radio Ecca
HAC
IHF
Internet Web Solutions
IDP


Get in touch



This project has been funded with support from the European Commission. This web site and its contents reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Erasmus Plus