3. Lýsing á vöru/þjónustu
Í þessum kafla er skilgreint:
• Í hvaða atvinnugrein þú starfar ( smásölu, framleiðslu, þjónustu…)
• Í smáatriðum, hvað einkennir vöruna/þjónustuna og gerir hana einstaka, hvaða þörf/vöntun mun hún svara.
4. Greining á markaðnum
Gerðu ítarlega markaðsrannsókn og skoðaðu m.a.:
• Hagfræðileg gögn: Hver er heildarstærð á markaðnum?
• Til hversu margra í markhópnum þínum getur þú náð til?
• Vaxtarmöguleiki: Stærð markaðar og aðrar útfærslur
• Vara/þjónusta: Mikilvægustu þættir og kostir
• Viðskiptavinir: Hverjir eru hugsanlegir viðskiptavinir?
• Samkeppnisaðilar: Hverjir er samkeppnisaðilar þínir? Vertu nákvæmur
5. Innleiðing stefnumörkunar
Til að vinna að stefnumörkun þarftu að ákveða eftirfarandi:
• Verð: Hvað er söluverð á vörunni/þjónustunni þinni? Hver er framleiðslukostnaður á vörunni/þjónustunni? Hvað kostar hver hluti? Hver er sendingarkostnaður? Umbúðir? Hver er annar kostnaður?
• Staðsetning: Hvar ætlar þú að reka fyrirtækið þitt? Hvernig munu viðskiptavinir þínir hafa samaband við þig?
• Markaðsmál: Hvernig ætlar þú að kynna vöruna/þjónustuna? Hver er samskiptaáætlun þín? (communication strategy)
6. Yfirlit yfir stjórnun fyrirtækisins
7. Fjárhagsupplýsingar
Nú þegar búið er að skilgreina fyrrnefndar breytur ertu tilbúinn til að setja inn fjármagshlið fyrirtækisins, einkum:
• Kostnað vegna rekstrarvörubirgða
• Framleiðslukostnaður á hverja einingu
• Áætluð sala á mánuði
• Meðaltal á rekstrarkostnaði á mánuði
• Áætluð innkoma á mánuði/ári
• Stofnkostnaður
• Fjárhagsáætlun
Title
Viðskiptamódel og áætlanagerð
Keywords
Viðskipti, módel, viðskiptamódel, áætlanagerð, vörur, þjónusta, fyrirtæki
Author
IDP
Languages
English
Description
Hluti 1 - Þróun viðskiptalíkana og tillögur Hluti 2 - Árangursrík viðskiptaáætlun Hluti 3 - Fjárhagsáætlun Hluti 4 - SWOT greining
Contents
Viðskiptamódel og áætlanagerð
ÞRÓUN VIÐSKIPTALÍKANA OG TILLÖGUR
Viðskiptamódel
Þættir viðskiptamódels
Viðskiptaáætlun eða viðskiptamódel
ÁRANGURSRÍK VIÐSKIPTAÁÆTLUN
Hvað inniheldur viðskiptaáætlun?
Ef þú ert með viðskiptahugmynd þá þarftu að gera viðskiptaáætlun
Við gerð viðskiptaáætlunar þarftu að hafa þessar spurningar í huga:
Þættir viðskiptaáætlunar
Viðskiptaáætlun er skipt niður í þætti
1. Samantekt
2. Kynning á fyrirtækinu þínu:
3. Lýsing á vöru/þjónustu
Í þessum kafla er skilgreint:
4. Greining á markaðnum
Gerðu ítarlega markaðsrannsókn og skoðaðu m.a.:
5. Innleiðing stefnumörkunar
Til að vinna að stefnumörkun þarftu að ákveða eftirfarandi:
6. Yfirlit yfir stjórnun fyrirtækisins
7. Fjárhagsupplýsingar
Nú þegar búið er að skilgreina fyrrnefndar breytur ertu tilbúinn til að setja inn fjármagshlið fyrirtækisins, einkum:
FJÁRHAGSÁÆTLUN
Fjárhagsáætlanir
Fyrirtæki þurfa alltaf að sýna starfsemi sína með fjárhagsgögnum sem eru nýtt til innra eða ytra starfs. Þessi gögn eru fjórþætt og úr þeim er hægt að vinna frekari greiningar á rekstrinum.
1) Efnahagsreikningur
Mynd af eignum fyrirtækisins og sjóðum þess. Þetta er skjal afmarkast við ákveðna tímapunkta; enda mánuðar, árshluta, árs osfrv. Efnahagsreikningurinn sýnir hvað fyrirtækið á og hvað það skuldar á þeim tímapunkti.
2) Rekstrarreikningur (Gróði og tap/Innkoma- kostnaður)
Sýnir gróða og tap frá allri starfsemi yfir ákveðinn tíma. Þetta yfirlit sýnir fyrst allar tekjur sem fyrirtækið hefur af hefðbundnum rekstri, síðan kemur yfirlit yfir öll gjöld sem tengjast rekstrinum og í lokin er niðustaða úr rekstrinum fyrir tímabilið þ.e. hagnaður eða tap.
Rekstrarreikningurinn sýnir stöðu fyrirtækisins yfir tíma (mánuð, árshluta, ár) með þvíi að bera saman innkomu og útgjöld.
3) Sjóðstreymisyfirlit
Sjóðstreymi fyrirtækis lýsir raunverulegu flæði fjármagns í rekstri og handbæru fé. Sjóðsteymisyfirlit sýnir einnig hvort þörf sé á viðbótarfjármögnun.
4) Stofnkostnaður
Þetta er mikilvægur hluti af viðskiptaáætlun nýrra fyrirtækja. Þetta inniheldur allan kostnað við að koma fyrirtæki af stað, þróa það og reka.
Mikilvægt að hafa í huga:
• Í hvers konar starfsemi ert þú? Sum starfsemi kallar á minna fjármagn en önnur.
SVÓT GREINING
SVÓT greining
Þetta er aðferð til að skilgreina og finna veikleika, styrkleika, tækifæri og ógnanir
Hvað stendur í vegi fyri þínu fyrirtæki eða verkefni?