SOLOPRENEUR: Self-Employability in Remote Regions of Europe

Frumkvöðlaeinyrki: Eins-manns-hljómsveit


COU_7_IS  

 Title
Frumkvöðlaeinyrki: Eins-manns-hljómsveit

 Keywords
Framtak, liðsheild, stjórnun, skipulag, verkfæri og aðferðir til að stjórna frumkvöðlafyrirtæki, mikilvæg viðhorf hjá einyrkjum, einyrkjafrumkvöðlar

 Author
OPENIT

 Languages
English

 Objectives/goals
Á þessu námskeiði lærir þú um rekstur fyrirtækja og hvernig á að framkvæma verkefni. Enn fremur hvernig eigi að forgangsraða verkefnum og forgangsröðun í þróun fyrirtækisins. Markmiðið er að skoða velta fyrir sér stjórnun fyrirtækja og hvernig á að þróa jákvætt og drífandi viðhorf.


 Description
Þessi þjálfun styrkir þig sem stjórnanda og beinir þér á rétta braut til að ná markmiðum þínum.

 Contents in bullet points
Hluti 1: Yfirlit um atvinnurekstur Hluti 2: Að gerast frumkvöðull Hluti 3: Atvinnulaus eða frumkvöðull Hluti 4: Grundvallaratriði fyrir viðhorf frumkvöðla


 Contents


 Eins manns hljómsveit

YFIRLIT- FYRIRTÆKI


  Hvað er fyrirtæki?

Fyrirtæki er hageining, sem byggist á hugmynd sem skiptist niður í áætlun og/eða stefnu og aðgerðaráætlanir, þar sem markmiðið er að framleiða og selja vörur eða þjónustu fyrir ákveðinn markhóp af viðskiptavinum eða notendum. 

Frá hugmynd til nettótekna!

 


  Mannauður

Fyrirtæki verður aðeins eins gott og starfsfólkið eða samstarfsaðilar sem starfa með því eða eru í forsvari fyrir það:

- Ákveðin gildi, fyrirtækjamenning
- Verkaskipting, hagnýtt skipulag og góð samskipti


  Markaðurinn

Markaðurinn táknar tækifæri fyrir framboð á vöruúrvali og þjónustu fyrir viðskiptavini


  Stefnumótun

  •       Staðsetning með hliðsjón af markaðnum
  •       Stærð fyrirtækis
  •       Staðbundin-, innlend- og erlend nálgun



  Sambandið við peninga

Peningar eru eldsneyti fyrirtækja

 
 

Tími er peningar



  Þekking

Nýsköpunar hugmynd

- Aðlögun hugmyndar eða ferlis inn á nýjan markað
- Uppfæra hugmynd sem er nú þegar til staðar

Nútímavæða gamalt ferli eða hugmynd

 


AÐ GERAST FRUMKVÖÐULL


  Að gerast frumkvöðull

Hvatning er nauðsynleg til að forðast fyrirfram mótaðar hugmyndir:

• Staða fumkvöðla er oft erfiðari og ekki eins vel launuð og venjulegs launamanns
• Kostir: frelsi til að skapa, sjálfræði í ákvarðanatökum, tækifæri, ber ábyrgð á eigin þróun
• Samskipti við aðra aðila í atvinnulífinu eru oft flóknari
• Ábyrgð: ef við berum okkur sjálf saman við vörur : launþegi verður að sanna sjálfan sig fyrir yfirmanni sínum, framkvæmdastjóri fyrirtækis verður að sanna sjálfan sig fyrir bankanum sínum, viðskiptavinum sínum, birgjum,  stjórnsýslunni og fyrir starfsfólki sínu
• Framkvæmdastjóri - hljómsveitarstjórinn og samningamaðurinn: einstaklingurinn sem telur fólki trú um ,,allt sé mögulegt", sá sem skapar traustið
 

Aðalatriði:

  •      Markaðssetning / Auglýsing / Sala
  •      Framleiðsla / gæði
  •      Bókhald / Stjórnun / Fjármál / Innkaup
  •      Stjórnun / Starfsmamannahald / lögleiðing


  Hvað er þetta og hvað felur þetta í sér ?

Kostir:

• einfalt skipulag
• oft lítil fjárfesting
• fjárfestingin getur skilað sér fljótt til baka
• svalar ástríðu / opnar á ný verkefni
• sveigjanleiki
• landfræðilegt frelsi
• engin yfirmaður
• minni tími sem fer í samgöngur 
• minni ábyrgð, engir starfsmenn
• engin ástæða til að leita að nýju starfi

Gallar:

• takmörkuð afkastageta til að framleiða
• vera ein/n í ákvarðanatökum
• þurfa að stjórna mismunandi verkefnum
• þurfa sjálf/ur að stjórna tíma þínum
• takmarkað traust frá viðskiptavinum, birgjum og bankastarfsfólki
• vera ein/n í að halda uppi öllu viðskiptamódelinu, (heilsa og sjálfstraust)
• selja á góðu verði
 

Viðhorf einyrkjafrumkvöðulsins:

• Stækkaðu tengslanet þitt til að finna samstarfsaðila
• Auktu þekkingu þína
• Reyndu að fullkomna vinnuferlið
• Notaðu stafræna tækni og samfélagsmiðla
• Fáðu undirverktaka í ákveðin verkefni
• Þekktu takmarkanir þínar
• Deila tíma þínum milli vinnu, fjölskyldu, íþrótta og frítíma
• Nýta frumkvöðla vettvanginn, eins og rafræn- námskeið, verkfæri og tenglsanet
 


FRÁ ATVINNULEYSI TIL ATHAFNAMANNS: HUGARFARSBREYTINGIN 


  Atvinnuleysi

• Atvinnuleit er oft langt, sársaukafullt og erfitt ferli
• Atvinnuleitandi er ekki metinn eftir hæfileikum sínum heldur í samræmi við þarfir fyrirtækisins
• Samfélagið er þröngsýnt og dæmir oft atvinnuleitendur sem of unga eða of gamla án þess að átta sig á kunnáttu þeirra eða metnaði
• Fyritæki standa oft í vegi fyrir að frumkvæði og hæfileikar starfsmanna sinna njóti sín og geri þá þ.a.l. að betri starfsmönnum af ótta við að breyta vinnsluferlinu
• Atvinnuleitandi er oft á tíðum í vondri samningastöðu og þarf að láta margt yfir sig ganga bara til að fá örugga innkomu.


  Staða frumkvöðla

• Viðskiptavinir búast við því að vera sannfærðir um starfshæfni þína.
• Í staðinn fyrir að treysta þér býst viðskiptavinurinn við að fá svör og lausnir.
• Frumkvöðull verður að hafa vítt áhugasvið og verður að geta  lagað sig að þörfum viðskiptavina sinna á sem bestan hátt.
• Sem verktaki verður þú líka að vera samvinnuþýður, í fararborddi í þínu fagi og áreiðanlegur þegar kemur að skiladögum og verðlagningu.
• Frumkvöðlar verða að vera í fararbroddi og tilbúnir að eyða tíma í að sækja sér menntun sem kemur þeim á toppinn í sínu fagi.


  Hugarfarsbreytingin

  •       Hver eru verðmætin þín? Hver eru gildi þín?
  •       Hvað getur þú boðið viðskiptavinum þínum?
  •       Hver er áhrifavaldur þinn?

 

Með því að skilgreina og fara eftir gæðaviðmiðum þá getur þú bætt virði þjónustu þinnar.

Fyrir sum fyrirtæki getur það verið kostur að ráða verktaka tímabundið.



  Einkenni farsælla einyrkjafrumkvöðla

Vertu sannfærður og sannfærandi
Útskýrði nákvæmlega hvaða þjónustu og/eða vöru þú hefur upp á að bjóða  
Vertu stundavís á fundi
Vertu klæddur í takt við tilefnin, ekki of fínn og ekki ósnyrtilegur
Virtu reglur um kurteisi
Hlustaðu á viðmælanda þinn til þess að geta stjórnað samræðunum á áhrifaríkan hátt
Reyndu að byggja upp traust og gagnkvæma virðingu
Lærðu að stjórna tíma þínum vel, tími er peningar


  Að gerast stjórnandi

Til verða stjórnandi:

- vinna í sjálfstrausti þínu
- lærðu að sannfæra fólk
- fylgjast með
- stundvísi
- vinna í sjálfsstjórn
- taktu eftir viðbrögðum þeirra sem eru í kringum þig
- þróaðu tengslanet þitt og félagsleg- og viðskiptaleg sambönd



  Tímastjórnun

Tímastjórnun er mikilvæg fyrir alla 

- Frá frumkvöðli til samstafsaðila
- Verkefnastjóra sem þurfa að virða skiladag
- Frá framleiðeinda til neytenda
- Mömmur sem þurfa sífellt að flakka á milli mismundandi dagskrár fjölskyldumeðlima

 

Hafið hugfast: TÍMI ER PENINGAR

1. Framkvæmdu verkefnið
2. Virtu tímamörk
3. Náðu takmarkinu

Lykilorð = SKIPULAG       

 



  Dæmi um störf frumkvöðlaeinyrkja

- Ráðgjafi
- Þjálfari 
- Sáttasemjari
- Sölumaður / smásali
- Bloggari / youtuber
- Stjórnandi vefverslunar
- Viðburðarstjórnun
- Iðnaðarmaður
- Bílstjóri
- Dreifingaraðili 
- Verðbréfamiðlari


MIKILVÆGIR ÞÆTTIR Í VIÐHORFI EINYRKJAFRUMKVÖÐULS


  Hagnýtar æfingar

ÆFING

Skrifaðu niður 10 atriði sem eru nauðsynleg til að gera daginn þinn árangursríkan

1…

2…

Ert þú stundvís?  (Alltaf) (Stundum) (Sjaldan) (Aldrei)?

Ef ekki, gætir þú útskýrt það betur?

- Ég geri marga hluti á sama tíma
- Ég er hrædd/ur um að mæta of snemma og eyða þannig dýrmætum tíma
- Ég er hrædd/ur við að gera sum verkefni

Hvernig getur þú bætt stundvísi þína?

Góðar venjur

- Til að auka afkastagetu þína skaltu fókusa á einn hlut í einu
- Gæti verið að þú þyrftir að laga/bæta hegðun þína?
- Ertu háð/ur símanum, Facebook, Twitter, WhatsApp, Messenger eða tölvupóstinum? 
- Gefur þú þér tíma til að meta mikilvægi þess að svara strax þeim símtölum og skilaboðum sem þú færð?

Þegar þú færð nýtt verkefni þá

- Skrifar þú niður vinnuferlið  Já/Nei

- Hugsar þú um hvernig þú getir bætt afkastagetu þína Já/Nei

- Skráir þú allt niður ef svo færi að þú þyrftir að senda verkefnið til þriðja aðila   Já/Nei

Í vinnu er tími peningar

- Áætlar þú hvað þú getur selt vinnu þína á í útseldri vinnu, bæði klukkutíma og heilan dag Já/Nei

- með hliðsjón af samkeppnisaðilum  Já/Nei

- samkvæmt kostnaðaráætlun og áætlun um hagnað Já/Nei

Í vinnu 

- Þú athugar hvort hægt sé að útdeila einhverjum verkefnum á verktaka, t.d. útburður eða afgreiðsla fyrir lítinn pening    Já/Nei
- Þú reiknar út hvort það sé hagkvæmt að þú sjálf/ur, t.d. komir vörum heim að dyrum viðskiptavina eða ekki     Já/Nei
- Þú útbýrð lista af hugsanlegu starfsfólki eða verktökum ef til þess kæmi að þig vantaði fleiri hendur í viss verkefni?    Já/Nei
- Þú útbýrð lista af fyrirtækjum sem þú gætir boðist til að vinna fyrir sem verktaki ef þig vantar meiri vinnu?    J/N
 

Í vinnu 

- Útbýrð þú lista af gagnlegum tengiliðum? (Bankar, stjórnsýsla, opinber gjöld, dreifingaaðilar, viðskiptavinir, birgjar o.s.frv.) Já/Nei
- Getur þú haft samband við þessa tengiliði á fljótlegan og árangursríkan hátt? Já/Nei
- Gerir þú ráð fyrir þeim tíma og peningum sem þú þarft? Já/Nei
- Reynir þú að bæta kunnáttu þína? Já/Nei
- Vinnur þú að því að bæta samskipti við samstarfsaðila og viðskiptavini? Já/Nei
- Vinnur þú að því að bæta stjórnun fyrirtækisins, bókhald og endurskoðun, skjalstjórnun, samskipti við stjórnsýslu, lögfræðileg mál?  Já/Nei


 Results

1. Yfirlit. Fyrirtæki · Hvað er fyrirtæki? · Fagþekking og þekking · Markaðurinn 2. Að gerast frumkvöðull · Helstu aðgerðir · Hvað er það og hvað felur það í raun í sér: kostir, takmarkanir, viðhorf frumkvöðuls 3. Frá atvinnuleysi til athafnamanns: hugarfarsbreytingin · Atvinnuleysi · Staða frumkvöðla · Hugarfarsbreytingin · Það sem einkennir farsæla einyrkjafrumkvöðla · Að gerast leiðtogi · Dæmi um störf frumkvöðlaeinyrkja · Tímastjórnun 4. Mikilvægir þættir í viðhorfi einyrkjafrumkvöðuls · Hagnýtar æfingar

 Bibliography


 Training Fiche PPT:
cou_7_is_A-one-person-band.pptx

Consortium

Open it
Maptic
Radio Ecca
HAC
IHF
Internet Web Solutions
IDP


Get in touch



This project has been funded with support from the European Commission. This web site and its contents reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Erasmus Plus