SOLOPRENEUR: Self-Employability in Remote Regions of Europe

Óáþreifanlegar eignir og hugverkaréttindi


COU_6_IS  

 Title
Óáþreifanlegar eignir og hugverkaréttindi

 Keywords
Óáþreifanlegar eignir, hugverk, gögn (data), persónuverndarskilmálar, gagnageymslur

 Author
IHF

 Languages
English

 Objectives/goals
Markmið námskeiðsins er að veita víðtækan skilning á óáþreifanlegum eignum og hugverkarétti með sérstaka áherslu á meðferð þeirra, einkum með tilliti til persónugreinanlegra gagna þriðja aðila.


 Description
Í fyrsta hluta er greint frá áþreifanlegum og óáþreifanlegum eignum með áherslu á óáþreifanlegar stafrænar eignir sem eru mest viðeigandi fyrir frumkvöðlaeinyrkja. Annar hluti fjallar um mikilvægi óáþreifanlegra eigna, sem oft eru vanmetin af fyrirtækjum sem eingöngu reiða sig á áþreifanlegar eignir. Þá er einnig gert grein fyrir eiginleikum hugverkaréttinda og farið dýpra í að kynna leiðir til að vernda eigin hugverk. Í þriðja hluta er farið yfir GDPR - hina alþjóðlegu gagnaverndarreglugerð þar sem lögð er áhersla á viðeigandi þætti fyrir frumkvöðlaeinyrkja (gagnaöflun og geymsla, brot á skilmálum, sem dæmi).

 Contents in bullet points
Hluti 1: Óáþreifanlegar eignir Hluti 2: IPR - Hugverkaréttur Hluti 3: Persónuvernd og gagnavernd innan ramma ESB - GDPR fyrir frumkvöðlaeinyrkja


 Contents


 Óáþreifanlegar eignir og hugverkaréttindi

ÓÁÞREIFANLEGAR EIGNIR


  Hvað eru óáþreifanlegar eignir?

Óáþreifanleg eign er eign sem er ekki sjáanleg eða áþreifanleg

❏ Vörumerkjaskráning
❏ Þekking/Kunnátta
❏ Nýsköpun
❏ Hugverkaréttur (t.d einkaleyfi, vörumerki og höfundaréttur)
❏ Eignaskrá/birgðaskrá
❏ Fjáreign (eins og verðbréf og skuldabréf)
 


  Óáþreifanlegar stafrænar eignir 

❏ Efnahagsleg-, félagsleg- og  tæknileg þróun er að hraða útbreiðslu stafrænnar tækni
❏ Stafrænar eignir eru alltaf að auka mikilvægi sitt meðal óáþreifanlegra eigna
❏ Stafræn samfélgög = Facebook hópar, aðdáendasíður...
❏ Fylgjendur = Samanlagður fjöldi allra fylgjenda á mismunandi samfélagsmiðlum
❏ Stafrænn sýnileiki = Jákvæð fyrri reynsla gerð sýnileg á netinu með athugasemdum og samskiptum 
  •        Lén á internetinu: Þau sem hafa nafn vörumerkis í léninu og Exact Match Domains (EMD)
  •        Að hafa nafn vörumerkis í léninu er grundvallaratriði til að fá bestu svörunina frá leitarvélum
  •        Exact Match Domain er lén sem inniheldur lykilorð sem eru líkleg til að vera slegin inn á leitarvélum og þ.a.l. birtast í leitarniðurstöðum (t.d. ef þú ert að leita að flugrútu í London, EMD væri þá www.airportshuttlelondon.com). 

 

Þetta skiptir gríðalega miklu máli!



  Mikilvægi óáþreifanlegra eigna

Óáþreifanlegar eignir eru í raun mikilvægari heldur en áþreifanlegar eignir, tökum dæmi:

  •        Það er tilgangslaust að eiga besta tækjabúnaðinn ef þig skortir hæfnina til að láta tækjabúnaðinn virka rétt
  •        Það er tilgangslaust að vera með góða vöru ef vörumerkið okkar er lélegt og óþekkt
 

 

 

 

 

 

 

Nú til dags er erfitt fyrir fyrirtæki að verða farsælt nema það hugsi um óáþreifanlegar eignir sínar og vinni vel í:

  •        Vörumerki
  •        Orðspori
  •        Þekkingu
  •        Markaðssetningu


HUGVERKARÉTTINDI (IPR)


  Hvað eru hugverkaréttindi?

Frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur verða að þekkja grundvallaratriði í lögum um hugverk (IP) til þess að geta varið verk sín og hugmyndir fyrir ósanngjarnri samkeppni.

Með hugverkum er átt við einstaka hluti sem þú hefur búið til og geta leitt til fjárhagslegs ávinnings

Hugverkaréttindi (IPR) eru skilgreind með lögum sem sett voru til að hvetja og verja skapandi fólk með því að veita þeim einkarétt á vinnu sinni í ákveðin tíma.



  Að vernda eigin hugverk

Hægt er að verja hugverk með því að notast við:

1) Einkaleyfi: Einakleyfi er eignaréttur á uppfinningu, sem gerir þeim sem á einkaleyfið að einu manneskjunni sem er, skv. lögum, leyfilegt að framleiða, selja eða nota uppfinninguna. Þegar einkaleyfi er til staðar má eigandi þess grípa til lagalegra aðgerða gegn hverjum þeim sem notar uppfinninguna án leyfis. 

Ef einkaleyfi er ekki til staðar þá er ekki hægt að nota þessa lagalegu vörn gegn einhverjum sem notar hugmyndina þína!

2) Vörumerki: Vörumerki er auðkennandi merki sem aðgreinir vöru eða fyrirtæki frá samkeppnisaðilum.

Vörumerki getur verið:

• Orð
• Teikning
• Mynd
• Tákn/merki

3) Iðnaðarleyndarmál: Iðnaðarleyndarmál er formúla, aðferð, tæki eða aðrar viðskiptaupplýsingar sem fyrirtæki halda leyndu vegna þess að það gefur því viðskiptalegt forskot á samkeppnisaðila.

Iðnaðarleyndarmál geta haldist örugg með því að:

• Samningur um þagnareið: Samningur þar sem aðilar samþykkja að halda þeim upplýsingum sem samningurinn nær yfir, leyndum.
• Takmarkaður aðgangur að trúnaðarupplýsingum: Hentugt til að koma í veg fyrir aðgengi að trúnaðarupplýsingum.
• Kvaðaákvæði: Samningur sem kemur í veg fyrir að starfsmenn ljóstri upp upplýsingum eftir að þeir láta af störfum
• Aðrar aðferðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu upplýsinga

4) Höfundaréttur: Þú hefur einkaleyfi yfir þínum verkum og notkun á þeim.

Höfundaréttur á best við rithöfunda og tónskáld, en tónlistarmenn, leikarar, plötuframleiðendur, og útvarps- eða sjónvarpsstjórnendur geta einnig fengið höfundarréttarleyfi sem gildir til styttri tíma.

Þegar höfundarréttur er til staðar, þá er þú sá eini sem er hefur leyfi til að:

• Breyta
• Dreifa
• Framkvæma
• Framleiða
• Sýna
• Afrita efnið


PERSÓNU- OG GAGNAVERND INNAN RAMMA ESB - ALMENNA PERSÓNUVERNDARREGLUGERÐIN (GDPR) FYRIR EINYRKJA


  GDPR Yfirlit

Almenna persónuverndarreglugerðin (EU) 2016/679 (GDPR) er reglugerð innan lagaramma Evrópusambandsins um friðhelgi og gagnavernd fyrir alla ríkisborgara innan Evrópusambandsins (EU) og Evrópska efnahagssvæðisins (EEA).

Reglugerðin felur einnig í sér ákvæði um meðferð á persónuupplýsingum utan EU og EEA.

Almenna persónuverndarreglugerðin kveður á um fjölda verklagsreglna þegar kemur að málefnum sem snerta persónuupplýsingar og herðir á öllum aðferðum um meðferð þessara upplýsinga hjá félagsamtökum, fyrirtækjum, ríkisstofnunum ofl. 

Sem einyrki í frumkvöðlastarfi, þarftu að vera meðvitaður um að í hvert skipti sem þú tekur á móti, meðhöndlar, geymir, vinnur úr eða flytur áfram, persónuupplýsingar þriðja aðila, þarftu að fylgja í einu og öllu ákvæðum almennu persónuverndarreglugerðarinnar.

Ef þú brýtur gegn reglugerðinni má búast við umtalsverðri sekt, allt að 20 milljón evrum, eða 4% af ársveltu þinni, fer eftir því hvort er hærra.



  Söfnun persónuupplýsinga

Óheimilt er að safna persónulegum upplýsingum án samþykkis viðfangsins. Sá sem er að safna persónuupplýsingum skal geta sýnt fram á samþykki viðfangsins fyrir öflun upplýsinganna.

Ennfremur, vinnsla með eftirfarandi flokka af persóunuupplýsingum fellur undir enn strangari reglur:

- Upplýsingar sem segja til um kynþátta- eða trúarlegan uppruna
- Pólitískar skoðanir
- Trúar- eða heimspekilegar skoðanir
- Stéttarfélagsaðild
- Erfðafræðilegar- og líftölfræðilegar upplýsingar sem nota má til að auðkenna einstaklinga
- Heilbrigðisupplýsingar
- Upplýsingar um kynlíf eða kynhneigð


  Upplýsingaleki

Skv. Almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR), er sá sem hefur upplýsingar í fórum sínum ábyrgur fyrir öllu misferli á upplýsingunum, svo sem eyðingu á þeim, óviljandi eða ekki, tapaðra upplýsinga, öllum breytingum á þeim, upplýsingaleka eða aðgengi óviðkomandi að upplýsingunum eða dreifingu persónuupplýsinga, óviðunandi geymslu eða að átt sé við þær á rangan hátt.

Sem frumkvöðlaeinyrki verður þú að koma þér upp traustu og öruggu gagnageymslukerfi.



  Sjö grundvallaratriði

Almenna persónuverndarreglugerðin (GDPR) listar upp sjö grundvallaratriði sem verður að fara eftir í einu og öllu þegar verið er að meðhöndla persónuupplýsingar:

• Lögmæti, sanngirni, gangsæi
• Tilgangur takmarkana
• Lágmörkun gagna
• Nákvæmni
• Geymslu takmarkanir
• Heiðarleiki og trúnaður (öryggi)
• Ábyrgð
 


  Persónuupplýsingar

Allar upplýsingar sem geta auðkennt einstakling (skráður aðili); auðkennanlegur einstaklingur er sá sem hægt er að auðkenna, beint eða óbeint, með tilvísun í auðkenni eins og t.d. nafn, kennitölu, upplýsingum um staðsetningu, rafræn auðkenni eða með einum eða öðrum hætti sem segir til um líkamleg, lífeðlisfræðileg, erfðafræðileg, andleg, efnahagsleg, menningarleg eða félagsleg auðkenni einstaklings.



  Persónugreining

Allar gerðir af sjálfvirkri vinnslu á persónuupplýsingum með það að markmiði að reikna út ákveðna persónulega þætti einstaklings, sérstaklega til að greina eða spá fyrir um þætti sem snerta framistöðu í vinnu, efnahagslega stöðu, heilsufar, stjórnmálaskoðanir, áhugamál, áreiðanleika, hegðun, staðsetningu eða hreyfingu.



 Results

Hluti 1: Óáþreifanlegar eignir · Hvað eru óáþreifanlegar eignir? · Óáþreifanlegar stafrænar eignir · Mikilvægi óáþreifanlegra eigna Hluti 2: IPR - Hugverkaréttindi · Hvað eru hugverkaréttindi (IPR)? · Að vernda eigin hugverk · Einkaleyfi · Vörumerki · Viðskiptaleyndarmál · Höfundaréttur Hluti 3: Persónuvernd og gagnavernd innan ramma ESB - GDPR fyrir frumkvöðlaeinyrkja · GDPR - yfirlit · Söfnun persónuupplýsinga · Brot á skilmálum · GDPR - Sjö grundvallaratriði · Persónuleg gögn · Persónugreining

 Bibliography


 Training Fiche PPT:
cou_6_is_Intangible_assets_and_IPR.pptx

Consortium

Open it
Maptic
Radio Ecca
HAC
IHF
Internet Web Solutions
IDP


Get in touch



This project has been funded with support from the European Commission. This web site and its contents reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Erasmus Plus